Þetta er nú svolítið fyndið...

Íslensk Afþreying er búið að vera í rekstri í nokkur ár - með kennitölu síðan 1999. Flettið því upp hér: http://www.skra.is. Fyrirtæki að baki rekstri hinnar annars ágætu hljómsveitar Skítamórals! Það er kannski skítamórall þarna megin líka? 
mbl.is 365 verður Íslensk afþreying
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betl?

Þetta sem kallað er betl í þessari grein ku vera það sem á ensku máli kallast "busking" - götuspilamennska. Það sama og KK lifði á á sínu flakki um evrópu fyrir nokkrum árum. Þetta er almennt ekki kallað betl, þar sem það látin í té þjónusta, þe. tónlistarflutningur og fólki frjálst að greiða fyrir - nú, eða sleppa því!

Hins vegar er það svo að á síðustu árum hafa harmonikkuleikarar frá austantjaldslöndum að miklu leyti yfirtekið þennan bransa. Og það sem ég hef heyrt til þeirra, spila þeir full oft af meiri ákefð ef getu. Það er einn sem er búinn að vera hér í nokkuð marga mánuði - Rúmenskur einmitt - sem hefur farið æði óblíðum höndum um margar perlur tónlistarinnar. Slagar í hryðjuverk á harmonikku þegar verst lætur.

Það má kannski að vissu leyti líkja þessari bylgju harmonikkuleikara við 15 ára unglingana sem fara í búðir á öskudaginn og syngja fyrir nammi. Þeir gera þetta ekki af því að þeim langar til að syngja, hvað þá að leik, né heldur af neinum metnaði, þetta er bara "cheap" leið til að ná sér í nammi. Á sama hátt og með harmonikkuherinn er verið að misnota jákvæða hefð á neikvæðan máta. Hver haldiði að myndi heyra í Leo Gillespie, nú eða KK, útá götu ef það væri harmonikkuleikar við hliðina á honum?

Ég fagna því að það sé búið að koma þeim úr landi - ekki af því að mér sé illa við rúmena eða sígauna, né heldur af því að mér sé illa við harmonikkur eða ég álíti að þetta hafi verið betl - heldur vegna þess að það er til alveg nóg af lélegri músik hérna fyrir. Jafnvel meira en nóg. Það væri hinsvegar óskandi að með hækkandi sól komi einhverjir góðir götuspilarar hingað - hvaðan svo sem þeir koma.


mbl.is Helmingur Rúmenahópsins kom til Íslands í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar er nú meiri óvissan...

Aldeilis ljómandi lítið óljóst allt saman - er þetta ekki miklu fremur vissuferð? En hitt finnst mér morgunljóst að þetta er alls ekki fréttnæmt, nema kannski fyrir eitthvað innanhúss fréttabréf hjá þessum fyrirtækjum.
mbl.is Fjölmenn óvissuferð til Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misræmi í fréttaflutningi

Ekki ber fréttum beint saman um framvinduna. Einhverjir segja þetta heldur nær raunveruleikanum en þessa frétt. 

Samkv. þessu voru það palenstínskir unglingar sem urðu fyrir árás hóps ísraelskra landnema, en 2 sjálfboðaliðar mannréttinasamtaka, íslenskur strákur og dönsk stelpa, gengu á milli og kölluðu til ísraelska hermenn sem voru nærstaddir. Síðan bar þar að ísraelska lanamæralögreglu sem tók norrænu ungmennin í gæslu.

Hverjar skyldu vera heimildir mbl? Ísraelska utanríkisráðuneytið?

 

 


mbl.is Íslendingur í haldi í Hebron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú hálfgert neyðarúrræði....

Ég er með bloggið mitt annars staðar, en sá mig knúinn til að koma mér fyrir hér líka til að geta kommenterað á önnur blogg. Mitt eiginlega blogg er hér: http://web.mac.com/jon_kjartan. Þakka annars bara fyrir innlitið : )

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband